Leita í fréttum mbl.is

Ekki er algert bann

  
Eftirfarandi er tilkynning frá flugmálastjórn:  
"16.06.2008

NOTAM no. C0071/08 HAFTASVÆÐI

NOTAM nr. C  0071/08
A) Staður: Skagatá           
B) Gildir frá:   0806162120   
C) Gildir til:   0806172200
D)
E)  Að beiðni sýslumannsins í Skagafirði er tímabundið haftasvæði
     fyrir almenna umferð 7NM radíus í kringum Skagatá pos 6607N02006W
     5000 fet og neðar. "

Eins og sjá má á skeyti þessu frá flugmálastjórn er ekki algert flugbann yfir Ísbirninum eins og fréttin ber með sér hins vegar má ekki fara niður fyrir 5000 fet,  svo ekki er hægt að kvarta undan flugumferð svo lengi sem vélarnar eru í 5000 fetum eða hærra, hvort þeir flugmenn sem þarna hafa komið hafi farið niður fyrir 5000 fetinn veit ég ekki. Enda er alsendis óvíst að þeim sé kunnugt um bannið Flugmálastjórn sendir svona bann út með almennum pósti og birtir það á internetinu á heimasíðu flugstoðar, á flugvöllum út á landi getur verið annsi erfit að komast á netið áður en maður fer í loftið.

 


mbl.is Flugbann ekki virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fimm þúsund fet eru lauslega reiknað 1525 metrar.  Fljúgi nú vél lóðrétt yfir kvikindið er færið sem sagt hálfur annar kílómetri.  Sé nú farið til hliðar til að ná skámynd, td 45 gráðu þá verður færið rúmir tveir km.  Það má segja öðrum en mér að hægt sé að skoða hvítabirni nákvæmlega á því færi eða ná af þeim flottum myndum.   Og áður en þú spyrð: ég hef flugpróf og á myndavél með 450 mm linsu.

Tobbi #2063

Tobbi (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 17:24

2 identicon

Í greininni kemur fram að flugvél hafi flogið yfir björninn í 20-30 metra hæð, sem er vart meira en 100 fet og það er brot á lögum. Það er heldur engin afsökun að segja að erfitt sé að nálgast NOTAMS á fáförnum stöðum útá landi. Þú sem flugmaður berð ábyrgð á því að fylgja öllum lögum og að vita af NOTAMS sem eru í gangi, bara nota radíóið.....

kv. Óli

Ólafur (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Evert S

'Oli: ég er ekki að verja flug þeirra sem fóru undir 5000 fetinn, auðvitað á flugmaður að bera ábyrgð á sínu flugi. Heldur var ég að benda á að í greininni var talað um FLUGBANN ég benti á að það væri ekki algert flugbann á svæðinu. það er að í lagi var að vera yfir 5000 fetum. og með því að benda hve erfitt væri að nálgast Notam var ég að benda á að leiðir þær sem flugmálastjórn býður upp á til að nálgast notam væru í raun ekki nóg. vera má að flugstjórn hafi sagt þessum flugmanni að það væri í giltdi flugbann undir 5000 fetum, hins vegar hef ég aldrei orðið var við að Flugstjórn tilkynni slíkt til flugmanna, ég vil meina að með því að tilkynna þetta flugbann t.d í útvarpi strax í gær og endurtekið oft,  hefði mátt forðast þetta tiltekna flug.

Evert S, 17.6.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Evert S
Evert S

Spurt er

Viltu fá Kolbrúnu Halldórsdóttur í ráðherra stól
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband