16.11.2008 | 21:34
Föðurlandssvik
Ef það er einhver réttaróvissa ber fólki að leysa úr henni með því að setja málið fyrir rétt, en það liggur ljóst fyrir að Ríkistjórnin stendur fyrir föðurlandsvikum með þessum samningum sem þeir hafa gert í Icesave málinu, ekki skiptir mig nokkru máli hvort 1 eða 27 vildu málið ekki fyrir rétt, þá var eina staðan okkar í málinu að fara með það fyrir rétt en ekki semja um að taka að okkur greiðslur vegna falls einkafyrirtækja´.
í ljósi þess sem gerst hefur undanfarnadaga og sérstaklega þess sem gerðist í dag að gengið var frá samningum sem ekki var umboð fyrir að semja um frá þjóðinni tel ég að GEIR og INGIBJÖRG eigi að segja af sér í kvöld, STRAX
Skilaboðin voru skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Spurt er
Viltu fá Kolbrúnu Halldórsdóttur í ráðherra stól
Athugasemdir
Tek undir með þér.
Þau eru landráðamenn og föðurlandssvikarar bæði tvö og því réttlaus með öllu hvar sem til þeirra næst.
Yfir svona fólk er ekki hægt að segja neitt gott né fallegt.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:09
ESB stóðu saman um að banna okkur að fara með málið fyrir dóm enda hefðu Bretar tapað málinu fyrir dómstól.
Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 23:54
Burtu með þau bæði og þeirra lýð
Baldur Már Róbertsson, 17.11.2008 kl. 00:14
Hvað getum við gert ?? Ég er til í margt
Baldur Már Róbertsson, 17.11.2008 kl. 00:15
Þetta endar ekki svona!
Íslenska þjóðin mun ekki láta kúga sig til samninga.
Við göngum ekki að afarkostum af því að það hentar pólitískum hagsmunum ESB.
Sitjandi stjórnvöld hafa ekki umboð þjóðarinnar til að undirrita þennan þrælasaming.
Íslenska þjóðin krefst sanngjarnrar málsmeðferðar á sínum úrlausnarefnum og uppgjöri við fortíðina.
Við munum ekki samþykkja veðsetningu á landinu okkar og okkar afkomendum.
Íslenska þjóðin verður að endurheimta stolt sitt og virðingu og tryggja sitt sjálfstæði.
Við þurfum að gera upp okkar mál í fullri sátt við nágrannaþjóðir okkar, enda erum við ekki í neinu stíði við þær.
Þetta verkefni eru núverandi stjórnvöld og stjórnmálaflokkar ófærir um að leysa. Þau eru öll gjörsamlega flækt í spillingarvefinn. Núverandi stjórnvöld hafa ekki lengur umboð þjóðarinnar.
Nýtt afl þarf að koma til. Þeir sem komu Íslensku þjóðinni í vandræði eru ekki þeir sem eru til þess fallnir að leysa vandann.
Áfram Ísland
Baráttukveðjur,
Bjarni Hafsteinsson
Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:32
Það má vera að þau tvö séu búin að útiloka það að ísland fari í mál við breta og aðra útaf þessu sem þjóðríki.
En gætu einstaklingar og hópar einstaklinga ekki farið í mál við Breta og/eða Evrópusambandið sökum þeirrar kúgunar og valdbeitingar sem við höfum orðið fyrir af þeirra hendi.
Nú er ég ekki löglærður en veit þó hitt að þegar ein leið lokast þá er stundum önnur fær. Þannig er það nú bara.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.